Uppskeruhátíð sumarlestrar 2022

25. ágúst 2022

Sumarlestrinum lauk á mánudag með uppskeruhátíð þar sem fimm lestrarhestar voru dregnir út úr öllum happamiðum sumarsins og Gunnar Helgason rithöfundur og stuðbolti las upp úr nýjustu bókinni sinni, sem er ekki einu sinni komin út!

Krakkarnir átu popp og það fór næstum ekkert á gólfið! Ekkert nema vel uppaldir snillingar sem tóku þátt, augljóst mál.

Nú eru lestrarhestarnir sestir á skólabekk á ný svo okkur þykir við hæfi að koma með smá stærðfræði hér í lokin:

Alls voru lesnar 2721 bók af 300 krökkum í sumarlestrinum á 13 vikum. Það þýðir að á hverjum degi voru lesnar 30 bækur! Það er nefnilega það sem við vitum, það er gott (lesist: best) að lesa í Kópavogi.

Kæru sumarlestrarhestar, gangi ykkur öllum vel í skólanum og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á bókasafninu sem fyrst! Áfram þið og áfram lestur!

IMG-0505.jpg