Reglur um sýningarhald

Reglur um sýningarhald í fjölnotasal Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs

  • Sýningarrýmið er veggir í fjölnotasal í Hamraborg 6a og er endurgjaldslaust. Umsjón sýningarhalds er í höndum bókasafnsins.
  • Hver sýning stendur yfir í einn mánuð. Ný sýning er sett upp fyrsta virka dag hvers mánaðar og er tekin niður síðasta virka dag hvers mánaðar.
  • Sýningarrýmið er opið á afgreiðslutíma hússins nema þegar aðrir viðburðir eru í salnum.
  • Sýnendur skulu vera orðnir 18 ára og ganga Kópavogsbúar að öllu jöfnu fyrir.
  • Bókasafnið áskilur sér rétt til að velja úr innsendum umsóknum. Viðmiðið er að sýningarefnið hæfi almenningsbókasafni og særi ekki blygðunarkennd fólks.
  • Starfsfólk bókasafnsins aðstoðar við uppsetningu sýningar.
  • Bókasafnið auglýsir sýninguna eins og aðra viðburði á safninu. Sýnendur skulu nota kynningarefni frá bókasafninu ef þeir óska eftir að auglýsa sýninguna á eigin vegum. Sýnendur útbúa sjálfir sýningarskrá ef þeir óska þess.
  • Sýnendur sjá sjálfir um sölumál á myndum sínum ef þær eru til sölu.
  • Hvorki Bókasafn Kópavogs né Náttúrufræðistofa Kópavogs taka ábyrgð á verkum á meðan á sýningu stendur.

Sýningarteymi bókasafnsins skipa: Ragna Guðmundsdóttir, Gréta Björg Ólafsdóttir og Bylgja Júlíusdóttir. Sýnendur eru beðnir um að snúa sér til þeirra ef einhverjar spurningar vakna.