Frelsisfjötrar

03.11.2018 - 01.12.2018

Laufey Jensdóttir sýnir myndverk með litríkum handmótuðum fuglum úr steinleir.

Fuglinn er tákngervingur einstaklings nútímans. Inntak sýningarinnar er skírskotun í veruleikann þar sem við teljum okkur hafa valfrelsi til að uppfylla eigin langanir. En höfum við það?

Við erum jú, velflest orðin meðvituð um að okkur sé stýrt og stjórnað dulið til ákvarðanatöku af markaðsöflum nútímans og af ógagnsæjum auðsöflum í gegnum netheima og aðra miðla.  Þau hafa náð að flækja okkur í sín net og þar sitjum við föst. Þó ekki tilbúin til að rífa okkur laus og tökum því frekar þátt í stýringunni – án þess að vita hverjar afleiðingar það hefur á persónu okkar og veruleika.

Laufey útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og ári síðar með kennsluréttindi frá sama skóla.