Tíðarandi í teikningum

12.01.2019 - 23.02.2019

Tíðarandi í teikningum

Myndskreytingar í íslenskum námsbókum frá 20. öld

Sýningin stendur frá 12. janúar til 23. febrúar 2019


Verið velkomin sýninguna Tíðarandi í teikningum á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.

Á sýningunni verða sýnd frumrit myndverka sem íslenskir listamenn hafa gert fyrir íslenskar námsbækur allt frá lýðveldisstofnun. Frumritin hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður, þótt margar kynslóðir Íslendinga þekki mörg verkanna úr námsbókum undanfarinna áratuga. Meðal verka á sýningunni eru teikningar og myndir eftir Halldór Pétursson, Baltasar Samper, Sigrúnu Eldjárn og Ragnheiði Gestsdóttur.

Verkin eru í eigu Menntamálastofnunar, en sýningin er samstarfsverkefni hennar, Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Sýningarstjóri er Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður.

Sýningin er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.


*Teikning eftir Baltasar Samper