Huginn og Muninn

02.06.2018 - 30.06.2018

Cecilia Duif sýnir vatnslita- og olíumyndir sem tileinkaðar eru hrafninum, einum helsta einkennisfugli íslenskrar náttúru.

Ég verð að viðurkenna að í fyrstu líkaði mér ekki við hugmyndina að hafa hrafninn vomandi yfir mér en með tímanum lærði ég að meta hann. Þannig upphófust okkar kynni, eða áhugi minn á hrafninum. Fas hans, fjaðrahamurinn og augun gáfu upp um tilvist sína og skipuðu  mér að mála.

Sýningin stendur frá 2. til 30. júní. 
Nánari upplýsingar veitir Ragna Guðmundsdóttir, deildarstjóri listgreina á ragnag@kopavogur.is