Hematít

04.05.2019 14:00 - 31.05.2019 17:00

Kolbrún Jónsdóttir sýnir ljósmyndir af náttúru Íslands. Myndirnar eru nærmyndir af jarðhitasvæði við Krýsuvík og sýna litríka jörð í nærmynd með einstöku samspili ljóss og frumefna.

Ljósmyndirnar sýna fallega og viðkvæma náttúru í kringum hverasvæðið í Krýsuvík. Áferð og samspil lita minna mig einna helst á olíuverk stórmeistara.