Sjáðu mig, mamma!

03.02.2020 - 29.02.2020

Björg Steinunn Gunnarsdóttir sýnir olíumálverk á striga þar sem hún skoðar samband miðlara og viðtakanda með notkun spegla. Málarinn stendur ofurlítið frá striganum og lítur sem snöggvast í átt að fyrirmyndinni. Hugsanlega þarf hann að bæta síðustu strokunni við en hitt gæti einnig verið að fyrsta línan hafi enn ekki verið dregin.