Auður Íslands

04.06.2020 - 04.07.2020

Björg Friðmarsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir sýna olíumálverk með tilvitnanir í auð Íslands sem er þeim afar hugleikinn. Á sýningunni má finna myndir af íslensku landslagi, gróðri og dýrum.

Björg og Kolbrún hafa báðar stundað myndlistarnám, aðallega hjá Þuríði Sigurðardóttur myndlistarmanni. Málverk þeirra eru máluð á síðustu þremur árum.

Sýningin stendur til 4. júlí.