Á leiðinni

03.10.2020 - 11.12.2020

Anna Ólafsdóttir Björnsson sýnir vatnslitamyndir sem málaðar eru á síðustu árum og endurspegla það sem hún hefur gripið á lofti og fest á blað bæði innanlands og utan. Á sýningunni er einnig að finna ljósmyndir frá árunum 1987 til dagsins í dag og eru brot af hundruðum mynda sem Anna hefur tekið af bleikum húsum allt frá Ástralíu til Suðureyrar.

Anna er alin upp við myndlist og hefur fengist við hana frá því á æskuárum. Hún var í Myndlistarskólanum í Reykjavík á níunda áratugnum, einkum í teikningu, grafík og málun. Anna er jafnframt ein af stofnfélögum myndlistarfélagsins Grósku í Garðabæ og á Álftanesi sem og Vatnslitafélags Íslands. Hún fékk fyrst áhuga á vatnslitatækni á námskeiði listafélagsins Dægradvalar á Álftanesi undir handleiðslu Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar rétt fyrir árþúsundamótin. Anna hefur haldið fjölmargar einkasýningar á kaffihúsum og öðrum sýningarrýmum og hefur tekið þátt í samsýningum olíumálara, Grósku og Vatnslitafélagsins.

Sýningin fer fram í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 11. desember.