Á ferð og flugi

02.02.2021 - 27.02.2021

Ásta Júlía Hreinsdóttir sýnir olíumálverk á striga sem eru ýmist máluð eftir hennar eigin hugmyndum eða ljósmyndum sem hún hefur tekið á ferðum sínum um landið.

Ásta var alltaf með blýant og liti á lofti sem barn og unglingur. Hún sótti hin ýmsu námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1980-1983 og á árunum 2006-2007 stundaði hún nám í myndmenntakennaradeild KÍ. Undanfarin ár hefur hún sótt námskeið við Myndlistaskóla Kópavogs.

Þetta er þriðja einkasýning Ástu Júlíu en hún var með sýningu á Sæluviku Skagfirðinga vorið 2018 og í Mosfellsdal í ágúst 2019 í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum m.a. nemendasýningum og sýningu Arion banka í strætóskýlum í Reykjavík.

Sýningin fer fram í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 27. febrúar.