Adda, Kuggur, Árni í Hraunkoti, Nonni og allir hinir

Febrúarmánuður er helgaður barnabókinni á Bókasafni Kópavogs. Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á safninu, heldur utan um dagskrána. „Þetta verða mjög skemmtilegar vikur,“ segir Arndís. „Það ætti að vera eitthvað í boði fyrir alla. Fræðimenn koma til dæmis í heimsókn og spjalla um barnabókmenntir alla þriðjudaga í mánuðinum.
Febrúarmánuður er helgaður barnabókinni á Bókasafni Kópavogs. Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á safninu, heldur utan um dagskrána. „Þetta verða mjög skemmtilegar vikur,“ segir Arndís. „Það ætti að vera eitthvað í boði fyrir alla. Fræðimenn koma til dæmis í heimsókn og spjalla um barnabókmenntir alla þriðjudaga í mánuðinum. Við byrjum á erindi Brynhildar Þórarinsdóttur um íslenskar raunsæisbækur 6. febrúar, Goddur ætlar að tala um frumherja í myndskreytingum barnabóka 13. janúar, Helga Birgisdóttir spjallar um Nonnabækurnar 20. janúar og Dagný Kristjánsdóttir spyr svo í síðasta erindinu, 27. janúar: „Má tala um heimsendi við börn?““
Arndís segir dagskrána hafa fæðst vegna fullveldisafmælisins, en býsna margt hefur breyst þegar kemur að útgáfu barnabóka síðastliðin hundrað ár. Þess vegna var ákveðið að skoða málið frá ýmsum hliðum.
„Gerður Kristný verður gestur okkar í hádeginu 14. febrúar, þar sem hún rifjar upp barnabækur æsku sinnar og talar um viðfangsefni þeirrra sem fást við barnabókaskrif. Og svo var ekki hægt að vera með svona dagskrá án þess að hafa eitthvað í boði fyrir yngstu lesendurna: Sigrún Eldjárn verður með ofurhetjusögustund laugardaginn 10. febrúar.“
Arndís segir sömuleiðis að 8. febrúar opni spennandi sýning á jarðhæð safnsins. „Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er búin að vera á kafi ofan í geymslunum hjá okkur að skoða gamlar barnabækur. Hún er að leita að bókunum sem tengjast æskuminningunum, þessum sem sitja í barnsminninu, og ætlar að setja þær upp í áhugaverðu og lifandi samhengi. Það er mjög spennandi.“
Arndís segir barnastarfið alltaf vera drjúgan hluta af starfsemi almenningssafna, þjónusta við barnafólk, leik- og grunnskóla sé söfnunum mikilvæg. Þar séu framtíðarlesendurnir sem gera þurfi vel við. En barnabókmenntir eru samt ekkert einkamál barna.
„Hann Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur, sem er nýbúinn að vera með árlegt erindi sitt um jólabókaflóðið hjá okkur á Bókasafninu, sagði einu sinni dálítið merkilegt um barnabækur. Hann benti á að þegar hópur fólks er saman kominn eru miklu meiri líkur á að allir þar hafi lesið Jón Odd og Jón Bjarna en að þeir hafi lesið Svartfugl. Barnabækurnar eru oft sá sameiginlegi reynsluheimur sem mjög ólíkir einstaklingar búa að. Þær eru það sem tengir okkur. Þess vegna skiptir máli að skoða þær, rannsaka þær og hampa þeim,“
Birtist einnig í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
apr
23
apr
24
apr
25
apr
25
apr
25
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner