Óður frá hafi

Á aðalsafni Bókasafni Kópavogs hefur verið opnuð ný og glæsileg sýningaaðstaða fyrir myndlistarfólk í sal á fyrstu hæð safnsins.
Fyrsta sýningin í hinu nýja rými opnaði í síðustu viku en þar sýnir nú Hjördís Henrisdóttir akríl- og olíumyndir. Myndirnar eru allar málaðar á undanförnum tveimur árum en ferill Hjördísar spannar undanfarin áratug. Hjördís hefur sótt fjölda námskeiða í myndlist, bæði innanlands og utan og tekið þátt í samsýningum víða.
„Ég vinn mikið með bláa litinn,“ segir Hjördís á opnunardegi sýningarinnar. „Ég held að það sé vegna þess að ég bý niðri við sjó. Ég hef málað mikið af sjávarmyndum í gegnum tíðina – fugla og slíkt – en hef aðeins fært mig út í eitthvað óræðara undanfarið. En jafnvel þá birtist oft sjórinn, ef línurnar bjóða upp á það.“
Hjördís býr á Kjalarnesi en hefur um árabil verið með vinnuaðstöðu í Auðbrekku í  Kópavogi og hefur sterka tengingu við bæjarfélagið, enda talsvert af hennar fólki sem býr hér.
Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 13. október og allir eru velkomnir á opnunartíma safnsins.
Þessi frétt birtist fyrst í Kópavogspóstinum í september 2016

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
25
apr
25
apr
27
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner