Fundarherbergi

Fjölnotasalur

Í húsnæði Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs í Hamraborg 6a er fjölnotasalur sem tekur um 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

Reglur um fjölnotasal:

  • Fjölnotasalur er eingöngu lánaðar úr á afgreiðslutíma safnanna.
  • Afnot af skjávarpa, fartölvu og hljóðkerfi er innifalið í leigu á fjölnotasal.
  • Uppröðun borða og stóla er innifalin í leigu í fjölnotasal.
  • Leigutaki getur keypt kaffi og pappamál en kaffiveitingar þarf hann að koma með sjálfur. Kaffikanna (20 bollar) og pappamál kosta 2.000 kr. án vsk. Hægt að fá vatnskönnur og pappamál endurgjaldslaust.
  • Leigutaki skilar fjölnotasal af sér eins og hann tekur við honum.
  • Gangið vel um fjölnotasalinn!

ATHUGIÐ: Panta þarf uppröðun í fjölnotasal, fartölvu, kaffi og vatn um leið og fjölnotasalur er bókaður.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá Rögnu Guðmundsdóttur deildarstjóra listgreina, ragnag@kopavogur.is og Brynhildi Jónsdóttur deildarstjóra þjónustu, brynhildurj@kopavogur.is.

Fundarherbergið Beckmannsstofa

Á 2. hæð aðalsafns Bókasafns Kópavogs er fundarherbergið Beckmannsstofa. Hægt er að leigja það endurgjaldslaust á afgreiðslutíma safnsins. Þar eru sæti fyrir 10 manns og skjávarpi.