Flugdrekasmiðja | Fjölskyldustund

18.05.2019 13:00

Það jafnast fátt við gleðina þegar golan hefur flugdrekann á loft og það strekkist á bandinu. Það eina sem getur magnað hana enn frekar er þegar flugdrekinn er heimasmíðaður. Flugdrekasmiðja á aðalsafni þar sem þaulreyndur kennari leiðbeinir jafnt um útlit og loftaflsfræði hönnunarinnar. Allt efni á staðnum. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.


Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.