Samgönguhjólreiðar: Hugarfar og menning | Menning á miðvikudögum

05.06.2019 12:15

Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni á Íslandi fjallar um þróun reiðhjólamenningar á Íslandi og horfir með okkur til framtíðar. Höfuðborgarsvæðið hefur tekið stórstígum breytingum til bættrar hjólamenningar en hvar stöndum við í dag? Sesselja talar um öryggi hjólandi, hjólafærni, samvinnu í umferð, hjólaleiðir, aðbúnað fyrir hjól og ánægjuna sem fylgir fjölbreyttum samgöngum. 


Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem fer fram kl. 12:15 á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Héraðsskjalasafni eða í Salnum í hverri viku.

This event is in Icelandic