Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar | Foreldramorgunn

10.10.2019 10:00

Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, fræðir foreldra um uppeldisaðferðir foreldra og lýðheilsu. Það er eðlilegt að foreldrar kunni ekki skil á öllu varðandi uppeldi barna. Skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir eða skiptir bara máli það sem sagt var? Kynntar verða uppeldisaðferðir sem eru leiðandi, skipandi, refsandi og afskiptalausar og foreldrar fræddir um hver þeirra skilar bestum árangri.

Foreldramorgnar eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn. Foreldramorgnar fara fram 2. og 4. fimmtudag í mánuði klukkan 10:00. Dagskráin er ókeypis og allir velkomnir.


Parent and Baby Group at Kópavogur public Library,  main branch: Una María Óskarsdóttir talks about parenting methods and public health. 

The event is part of a free programme offered by the Culture Houses of Kópavogur, everyone is welcome.

This event is in Icelandic.