Haustfrí grunnskólanna

21.10.2019 - 22.10.2019

Aðalsafn

10:00 – 12:00

Teflum saman! Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í skák, kennir hressum krökkum meistaratakta.

13:00 – 15:00

Bíóstemmning. Á mánudegi verður bíómyndin Skrímsla háskólinn sýnd en á þriðjudegi verður sýnd teiknimyndin Megamind.

Dagskráin er sú sama báða dagana á aðalsafni. Allir viðburðir ókeypis og öll velkomin.

Lindasafn

21. október 13:00 – 15:00

Spilavinir stjórna fjörinu. Öll fjölskyldan getur lært á ný og skemmtileg borðspil.

22. október 13:00 – 15:00

Bingó! Keppni í heppni og spennan á Lindasafni er áþreifanleg þegar bingótromlan snýst. Margar umferðir og vinningar í boði.