Andlitsmálun fyrir leik Íslands og Argentínu

16.06.2018 11:00

Bókasafn Kópavogs býður upp á andlitsmálun á aðalsafni, Hamraborg 6a, fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Andlitsmálunin byrjar kl. 11 og stendur til kl. 13 þegar bein útsending frá leiknum hefst á Rútstúni þar sem veglegt sýningartjald og hljóðkerfi verður sett upp.

Einnig gefst gestum bókasafnsins færi á að taka þátt í sérstakri HM getraun en dregið verður úr henni mánudaginn 18. júní.

//

Kópavogur Public Library offers face painting between 11 AM and 1 PM at the main branch at Hamraborg 6a before Iceland meets Argentina in the 2018 FIFA World Cup at 1 PM. A live broadcast from the match will be at Rútstún by Kópavogur swimming pool.