Eftir að kerfisuppfærsla var framkvæmd 2. febrúar hafa því miður engir áminningarpóstar verið sendir til lánþega. Áminningarpóstur er allajafna sendur út til lánþega örfáum dögum fyrir skiladag til að minna á að skiladagur nálgast.
Búið er að tilkynna vandamálið til framleiðanda og málið er í skoðun hjá þeim í hæsta forgangi.
Margir lánþegar stóla á áminningarpóstinn og gætu því óafvitandi fengið á sig sektir.
Við hvetjum ykkur því til að fylgjast með stöðu útlána ykkar inni á www.leitir.is til að forðast sektir þar til vandamálið hefur verið leyst.
Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum.