Myndlistarsýning 3. nóvember - 1. desember

Frelsisfjötrar

Laufey Jensdóttir sýnir myndverk með litríkum handmótuðum fuglum úr steinleir.

Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar

Vaki þjóð

Bókasafn Kópavogs heldur sýningu á aldarminningu Þorsteins Valdimarssonar skálds um ævi hans og störf. Þorsteinn bjó lengi í Kópavogi og orti lofsönginn sem margir þekkja um borgina hjá vogunum tveimur og hefst á orðunum „Vagga börnum og blómum...“

Sýningin fer fram á 2. hæð aðalsafns og stendur til 19. nóvember.