Rafræn bókasafnsskírteini

Bókasafnið beint í símann!

Lánþegum Bókasafns Kópavogs býðst nú rafrænt bókasafnsskírteini. Skírteinið getur verið alfarið í símanum ef lánþegi kýs það og því þarf ekki að örvænta ef gamla plastskírteinið gleymist heima.

Kíktu til okkar og við græjum bókasafnsaðganginn þinn beint í símann!

Saumavélar á aðalsafni

Stytta, falda, breyta og bæta!

Gestir aðalsafns geta nú notað saumavélar til að breyta og bæta hin ýmsu klæði og flíkur.

Félag kvenna í Kópavogi gaf Bókasafni Kópavogs tvær Toyota saumavélar sem ætlaðar eru til notkunar fyrir gesti og gangandi sem nýta sér þjónustu safnsins.

Saumavélarnar eru á 2. hæð aðalsafns og eru opnar gestum á afgreiðslutíma safnsins, þeim að kostnaðarlausu.