Myndlistarsýning 3.-31. mars

Tindar

Sindri Matthíasson sýnir olíu- og akrýlmálverk af íslensku landslagi. Ferðalög um Ísland hafa veitt Sindra mikinn innblástur og síðastliðinn áratug hefur hann tekið ótal ljósmyndir og málað eftir þeim. Markmiðið er að fanga ákveðið augnablik s.s. sjóndeildarhringinn við sólarupprás eða sólsetur sem er engu líkt hér á landi.

Sýningin fer fram í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 31. mars.

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

- Gestum er skylt að bera andlitsgrímur og sótthreinsa hendur áður en gengið er inn á safnið.
- Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
- Útlán og skil gagna fara fram í sjálfsafgreiðslu.
- Einungis er tekið við snertilausum greiðslum.
- Tölvur, kaffi og vatn er ekki í boði.
- Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni skulu halda sig heima.