Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða yfirvalda eru safngestir vinsamlegast beðnir um að virða eftirfarandi tilmæli:

– Gestir skulu sótthreinsa hendur þegar gengið er inn á safnið.
– Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
– Gögnum skal skila í sjálfsafgreiðslu.
– Eingöngu verður tekið við snertilausum greiðslum.
– Afþreying, kaffi og vatn verður ekki í boði.
– Gestir eru hvattir til að dvelja ekki lengi á safninu.

Sumarlestur 2020

Vertu með í sumarlestri!

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára krakka. Þátttaka er ókeypis og allir geta verið með. Auk ánægjunnar af að lesa góðar bækur viðhalda þátttakendur þeirri lestrarleikni sem þeir tileinkuðu sér í vetur.

Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fá þátttakendur happamiða sem settur er í pott. Dregið verður úr happamiðum vikulega. Lestrardagbækur og happamiða má nálgast á aðalsafni og Lindasafni.

Uppskeruhátíð sumarlestrar fer fram á aðalsafni fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17.

04. ágúst 2020

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.

28. júlí 2020

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.