Sumarlestur 2020

Skráning er hafin!

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára krakka. Þátttaka er ókeypis og allir geta verið með. Auk ánægjunnar af að lesa góðar bækur viðhalda þátttakendur þeirri lestrarleikni sem þeir tileinkuðu sér í vetur.

Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fá þátttakendur happamiða sem settur er í pott. Dregið verður úr happamiðum vikulega. Lestrardagbækur og happamiða má nálgast á aðalsafni og Lindasafni.

Uppskeruhátíð sumarlestrar fer fram á aðalsafni fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17.

Opnun eftir samkomubann

Tilmæli vegna COVID-19

Safngestir eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér eftirfarandi tilmæli vegna COVID-19 áður en safnið er heimsótt.

11. maí 2020

Aðalsafn opnar eftir verkfall

Verkfalli félagsfólks Eflingar í Kópavogi hefur verið aflýst. Aðalsafn Bókasafns Kópavogs opnar að nýju mánudaginn 11. maí kl. 12:00.

03. maí 2020

Breyttur afgreiðslutími Lindasafns og verkfall Eflingar

Félagsmenn Eflingar í Kópavogi hafa samþykkt ótímabundið verkfall sem hefst að óbreyttu á hádegi þriðjudaginn 5. maí. Aðalsafn Bókasafns Kópavogs verður því miður áfram lokað þar til samningar nást.