Þjónustukönnun Bókasafns Kópavogs 2021

Segðu okkur hvað þér finnst!

Þjónustukönnun Bókasafns Kópavogs stendur nú yfir til og með 15. ágúst. Þar gefst bæjarbúum og öðrum safngestum tækifæri til að láta skoðun sína í ljós og segja starfsfólki frá þeim umbótum sem þeir vilja sjá á aðalsafni og/eða Lindasafni. Má þar nefna húsnæði, safnkost, viðburði, aðgengi og þjónustu.

Sumarlestur 2021

Lesum í allt sumar!

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis og allir geta verið með. Eftir hverjar þrjár lesnar bækur geta þátttakendur sent inn happamiða. Dregið er úr happamiðum vikulega. Bókagjöf í vinning!

Þátttakendur sem velja að skrá tölvupóstfang á póstlista fá áminningar og skemmtilegar lestrarhvatningar nokkrum sinnum yfir sumarið. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er.

Mánudaginn 23. ágúst verður uppskeruhátíð á aðalsafni bókasafnsins. Allir sem mæta fá glaðning.

Bókasafn Kópavogs

Rafræn bókasafnsskírteini

Lánþegum Bókasafns Kópavogs býðst nú rafrænt bókasafnsskírteini í fyrsta skipti. Skírteinið getur verið alfarið í símanum ef lánþegi kýs það og því þarf ekki að örvænta ef gamla plastskírteinið gleymist heima.

Kíktu til okkar og við græjum bókasafnsaðganginn þinn beint í símann!