Aðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

Safngestir eru vinsamlegast beðnir um að virða eftirfarandi tilmæli:
– Einstaklingar með flensueinkenni skulu halda sig heima.
– Gestir skulu sótthreinsa hendur þegar gengið er inn á safnið.
– Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
– Útlán og skil gagna fara fram í sjálfsafgreiðslu.
– Eingöngu er tekið við snertilausum greiðslum.
– Afþreying, kaffi og vatn er ekki í boði.
– Gestir eru hvattir til að dvelja ekki lengi á safninu.
Einnota hlífðargrímur eru til sölu á aðalsafni og Lindasafni á 150 kr.

Myndlistarsýning 2.-30. september

Blómareisa

Sigrún Ása Sigmarsdóttir opnaði sýningu á verkum sínum í fjölnotasal aðalsafns 2. september.

Á sýningunni er að finna vatnslitamyndir og teikningar þar sem rauði þráðurinn er náttúruleg form með vísun í lífrænan plöntuheim.

Sýningin stendur til 30. september.

Saumavélar á aðalsafni

Stytta, falda, breyta og bæta!

Gestir aðalsafns geta nú notað saumavélar til að breyta og bæta hin ýmsu klæði og flíkur.

Félag kvenna í Kópavogi hefur gefið Bókasafni Kópavogs tvær Toyota saumavélar sem ætlaðar eru til notkunar fyrir gesti og gangandi sem nýta sér þjónustu safnsins.

Saumavélarnar eru á 2. hæð aðalsafns og eru opnar gestum á afgreiðslutíma safnsins, þeim að kostnaðarlausu.