Samkomubann

Bókasafn Kópavogs er lokað

Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verður lokað á aðalsafni Bókasafns Kópavogs og Lindasafni frá og með 24. mars og gildir lokunin til og með 4. maí næstkomandi nema annað sé gefið út.

Allar bækur og önnur gögn hafa verið endurnýjuð til 14. maí og engar sektir reiknast á því tímabili. Vinsamlega skilið ekki gögnum á meðan á samkomubanni stendur. Skilalúgan á aðalsafni verður lokuð um óákveðinn tíma.

Við bendum fólki á að senda fyrirspurnir með tölvupósti á bokasafn@kopavogur.is.

02. apríl 2020

Bókaspurningakeppni fyrir krakka

Við á Bókasafni Kópavogs settum saman skemmtilega spurningakeppni og hvetjum krakka og fjölskyldur þeirra til að taka þátt heima.

23. mars 2020

Bókasafn Kópavogs er lokað

Lokað vegna samkomubanns.