Breyttur afgreiðslutími vegna COVID-19

Nú opið á laugardögum

Aðalsafn er nú opið virka daga frá 10 til 17 og laugardaga frá 11 til 17. Þar mega vera 20 gestir hverju sinni.

Lindasafn er opið virka daga frá 14 til 17 og laugardaga frá 11 til 14. Þar mega vera sjö gestir hverju sinni.

Athugið að grímuskylda er á báðum söfnum og gestum er skylt að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn.

Skilalúgan á aðalsafni er opin allan sólarhringinn.

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

- Gestum er skylt að bera andlitsgrímur og sótthreinsa hendur áður en gengið er inn á safnið.
- Gestir aðalsafns skulu nota inngang á 2. hæð. Inngangur á 1. hæð er einungis fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs.
- Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
- Gestir eru beðnir um að sinna erindum sínum hratt og dvelja ekki lengi á safninu.
- Útlán og skil gagna fara fram í sjálfsafgreiðslu.
- Einungis er tekið við snertilausum greiðslum.
- Setrými, tölvur, afþreying, kaffi og vatn er ekki í boði.
- Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni skulu halda sig heima.

Myndlistarsýning 6.-30. janúar

Samþykki

Sif Erlingsdóttir opnar sýningu á verkum sínum á aðalsafni 6. janúar. Á henni er að finna verk sem unnin eru með samsetningu teikningar og grafíkur og verða til samhliða hönnun á fatnaði. Notast er við japanska heimspeki, wabi-sabi, til að dýpka skilning á lifnaðarháttum sem einbeita sér að því að finna fegurð innan ófullkomleika lífsins og samþykkja friðsamlega, náttúrulega hringrás alls.

Sýningin fer fram í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 30. janúar.