Sumarlestur 2020

Vertu með í sumarlestri!

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára krakka. Þátttaka er ókeypis og allir geta verið með. Auk ánægjunnar af að lesa góðar bækur viðhalda þátttakendur þeirri lestrarleikni sem þeir tileinkuðu sér í vetur.

Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fá þátttakendur happamiða sem settur er í pott. Dregið verður úr happamiðum vikulega. Lestrardagbækur og happamiða má nálgast á aðalsafni og Lindasafni.

Uppskeruhátíð sumarlestrar fer fram á aðalsafni fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17.

25. júní til 3. ágúst

Næsta stopp: Hamraborg

Skemmtileg gagnvirk sýning á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða áætlanir um fyrstu áfanga Borgarlínu og niðurstöður hugmyndasamkeppni um götugögn Borgarlínustöðva.

Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til 3. ágúst 2020.

Myndlistarsýning 4. júní til 4. júlí

Auður Íslands

Björg Friðmarsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir sýna olíumálverk með tilvitnanir í auð Íslands sem er þeim afar hugleikinn. Á sýningunni má finna myndir af íslensku landslagi, gróðri og dýrum.

07. júlí 2020

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.

30. júní 2020

Vinningshafi í sumarlestri

Í dag var dreginn út vinningshafi í sumarlestri Bókasafns Kópavogs.