Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Aðalsafn opið á ný

Aðalsafn hefur opnað að nýju og er opið virka daga kl. 10 til 16 þar til annað verður gefið út. Lindasafn verður lokað um óákveðinn tíma en áfram er hægt að panta gögn þaðan og fá þau send á aðalsafn. Nánari upplýsingar um frátektarþjónustuna er að finna hér að neðan.
Athugið að grímuskylda er á safninu. Einungis sjö gestir geta verið á aðalsafni hverju sinni. Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni skulu halda sig heima.
42 dögum hefur verið bætt við gildistímann á öllum lánþegaskírteinum sem voru í gildi 8. október. Gögn sem átti að skila á meðan á lokuð stóð hafa jafnframt verið endurnýjuð til 7. desember.

Sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19

Tilmæli til safngesta

- Gestir skulu bera andlitsgrímur og sótthreinsa hendur þegar gengið er inn á safnið.
- Notast verður við inngang á 2. hæð.
- Gestir skulu halda tveggja metra fjarlægð og sýna tillitssemi og þolinmæði.
- Gestir eru beðnir um að sinna erindum sínum hratt og dvelja ekki lengi á safninu.
- Útlán og skil gagna fara fram í sjálfsafgreiðslu.
- Einungis er tekið við snertilausum greiðslum.
- Setrými, tölvur, afþreying, kaffi og vatn er ekki í boði.
- Einstaklingar með hita, hósta, kvef og/eða önnur flensueinkenni skulu halda sig heima.

Frátektarþjónusta

Pantað og sótt

Hægt er að panta efni til útláns af aðalsafni og Lindasafni á Leitir.is, í tölvupósti á bokasafn@kopavogur.is eða í síma 441 6800 virka daga milli kl. 10 og 16.

Æskilegt er að lánþegar fletti upp gögnum á Leitir.is áður en beiðni er lögð inn. Upplýsingar sem þurfa að koma fram í beiðni eru nafn og kennitala lánþega ásamt símanúmeri og titlum bóka sem óskað er eftir.

Frátekin gögn má sækja á aðalsafn um leið og staðfesting hefur borist. Lánþegar eru hvattir til að sækja frátektir eins fljótt og auðið er virka daga milli kl. 10 og 16.

Myndlistarsýning 3. október til 11. desember

Á leiðinni

Anna Ólafsdóttir Björnsson sýnir vatnslitamyndir sem málaðar eru á síðustu árum og endurspegla það sem hún hefur gripið á lofti og fest á blað bæði innanlands og utan.

Á sýningunni er einnig að finna ljósmyndir frá árunum 1987 til dagsins í dag og eru brot af hundruðum mynda sem Anna hefur tekið af bleikum húsum allt frá Ástralíu til Suðureyrar.

Sýningin stendur til 11. desember.