Myndskreytingar í íslenskum námsbókum frá 20. öld

Tíðarandi í teikningum

Á sýningunni verða sýnd frumrit myndverka sem íslenskir listamenn hafa gert fyrir íslenskar námsbækur allt frá lýðveldisstofnun. Frumritin hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður, þótt margar kynslóðir Íslendinga þekki mörg verkanna úr námsbókum undanfarinna áratuga.