Á Leiti getur þú fundið allar okkar bækur og safngögn. Þar getur þú skráð þig inn og tekið gögn frá, endurnýjað útlán og skoðað útlánasöguna þína.
Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni íslenskra bókasafna ásamt fleiri safnategunda. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar myndefni og margt fleira.
Það er hægt að skrá sig inn á leitir.is með kennitölu og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum. Til að fá nýtt eða endurstilla lykilorð smellið á hnappinn hér:
Til að taka frá bók eða annað safngagn þarf að skrá sig inn á leitir.is. Finna gagnið í leit, smella á það og velja Taka frá undir Get it. Velja Bókasafn Kópavogs, ýmist aðalsafn eða Lindasafn eftir hentugleika, og smella svo á Senda beiðni.
Til að endurnýja bækur þarf að skrá sig inn á leitir.is, velja Útlán í fellilista undir nafninu þínu og endurnýjar þar öll útlán í einu eða velja hvaða útlán á að endurnýja.
Millisafnalán á höfuðborgarsvæðinu felst í því að fá bækur, sem eru ófánlegar á því svæði, frá landsbyggðinni.
Hellingur af raf- og hljóðbókum sem þú getur lesið og hlustað á með gildu skírteini á Bókasafni Kópavogs!
Það er gert með því að skrá sig inn á leitir.is því Leitir og Rafbókasafnið nota sama lykilorð. Athugaðu þó að notandinn þinn á Leiti er kennitalan þín en notandinn á Rafbókasafninu er númerið á bókasafnsskírteininu þínu (GExxxxxxxx). Til að fá nýtt eða endurstilla lykilorð smellið á hnappinn hér:
Ef þú átt gilt skírteini hjá Bókasafni Kópavogs hefur þú aðgang að Rafbókasafninu.
Bók í láni frá Rafbókasafninu skilast sjálfkrafa að 21 degi liðnum. Hægt er að skila fyrr ef lánþegi vill.
Best er að nota appið Libby frá Overdrive en annars er hægt að lesa af síðunni sjálfri.
Eigum við ekki bókina sem þú ert að leita að?
Láttu okkur vita og við skoðum málið.
Ef við kaupum bókina færð þú hana fyrst.
Bókasafnið tekur við gjöfum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum allt árið um kring. Safnið áskilur sér rétt til að grisja úr gjöfum og taka eingöngu inn í safnið samkvæmt aðfangastefnu þess. Safnið áskilur sér einnig þann rétt að ákveða staðsetningu, útlán og grisjun á bókagjöfum.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: