Þessa dagana er vetrarstarfið á aðalsafni að fara af stað og hefst með starfi bókmenntaklúbbsins Hananú, hannyrðaklúbbsins Kaðlínar og bókaklúbbsins Lesið á milli línanna.
Hananú hittist annan hvern miðvikudag í vetur á milli 16:00 og 17:30 og er fyrsti fundurinn á dagskrá þann 16. september næstkomandi. Kaðlín hittist vikulega á miðvikudögum á milli 14:00 og 16:00 og er starfið þegar komið af stað. Lesið á milli línanna mun hittast fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði í vetur, fyrsti fundur er fimmtudaginn 1. október frá 16:30 til 18:00.
Allir velkomnir.