Nostalgía, sveitarómantík og morð

Nú liggja fyrir topplistar Landskerfa bókasafna um hvaða bækur voru mest lesnar á söfnum landsins á árinu 2017. Á Bókasafni Kópavogs er verið að rannsaka málið.
„Guðrún frá Lundi er á toppnum,“ segir Brynhildur Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu á safninu. „Sagan er í fimm bindum sem standa saman á bak við toppsætið. Hún Guðrún er ótrúlega vinsæl – við erum alltaf á höttunum eftir notuðum eintökum af bókunum hennar, því eftirspurnin er stöðug hérna á safninu. Ég veit að ég er að minnsta kosti búin að ákveða að Guðrún frá Lundi verður ferðafélagi minn í sumarfríinu 2018, maður þarf að fara að kynna sér þetta!“
Brynhildur segir annars fátt koma á óvart á listanum annað. „Þetta eru glæpasögur, eiginlega allt saman. En það merkilegt hvað þetta er mikið af þýddum bókum, frekar en þeim íslensku.“
En það er ekki bara fullorðna fólkið sem liggur í áratuga gömlum bókum. Það vekur athygli að á toppi listans yfir vinsælustu barnabækurnar eru bækur Ragnars Lár um Mola litla flugustrák. Bækurnar voru gefnar út á árunum 1968 – 1975 en voru endurútgefnar á árunum 2010 og 2011. „Já, þessar sjö bækur um Mola eru þarna í efsta sætinu,“ segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs á safninu. „Við stilltum bókunum upp á áberandi hátt í fyrra sem hefur greinilega borið árangur – foreldrar og ömmur og afar sem þekkja Mola hafa greinilega verið duglegir að grípa hann til þess að kynna fyrir nýrri kynslóð.“ Á barnabókalistanum ber það annars helst til tíðinda að þar eru þrjár af Skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur og félaga hennar, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Einnig má þar finna tvær bækur um hina sívinsælu Dóru landkönnuð.
 
Skáldverk fyrir fullorðna
(1) Dalalíf / Guðrún frá Lundi. (2016)
(2) Petsamo / Arnaldur Indriðason. (2016)           
(3) Á meðan ég lokaði augunum / Linda Green (2016)     
(4) Vögguvísa / Carin Gerhardsen (2016)               
(5) Sykurpúðar í morgunverð / Dorothy Koomson (2016)
(6) Þögult óp / Angela Marsons (2017)
(7) Hættuspil / Viveca Sten (2016)            
(8) Kakkalakkarnir / Jo Nesbø (2016)
(9) Löggan / Jo Nesbø (2017)       
(10) Ekkjan / Fiona Barton (2016)
Barnabækur
(1) Moli litli flugustrákur / eftir Ragnar Lár (2010)             
(2) Dóra og Diego / aðlögun Leslie Valdes (2012)               
(3) Skrímslaerjur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal (2012)         
(4) Dagbók Kidda klaufa / Jeff Kinney (2009)       
(5) Pabbi prófessor / Gunnar Helgason. (2016)   
(6) Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti / Jeff Kinney (2012)
(7) Úlfar úrilli / Huginn Þór Grétarsson (2016)     
(8) Nei! sagði litla skrímslið / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal (2004)    
(9) Skrímsli á toppnum / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal (2010)             
(10) Taskan hennar Dóru / saga eftir Söru Willson (2013)             
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
08
maí
08
maí
11
maí
12
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
16
maí
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Aðalsafn
21
maí
22
maí
22
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Uppstigningardagur
11-17
fös
8-18
lau-12. maí
11-17

Lindasafn

mán-mið
13-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Uppstigningardagur
11-17
fös
8-18
lau-12. maí
11-17

Lindasafn

mán-mið
13-18
Uppstigningardagur
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner