Kossar og ólífur
Kossar og ólífur kom út árið 2007 og er fyrsta bókin í þríleik um unglingsstúlkuna Önnu. Anna er uppalin á Vík í Mýrdal en við lok 10. bekkjar býðst henni að flytja sumarlangt til Brighton og vinna þar á hóteli frænku sinnar. Flutningar yfir hafið og nýtt starf eru þó ekki það eina sem bíður Önnu heldur fær hún einnig tækifæri til að uppgötva sjálfa sig og skilgreina á sjálfstæðan hátt. Fyrir ferðina hefur Anna kysst þrjá stráka, en fundist það ekkert spes, en í Brighton kynnist Anna Moiru og Emmu kærustu hennar. Smám saman kvarnast úr einsleitri heimssýn Önnu en það er ekki fyrr en Linda, vinkona Önnu frá Southampton sem hún kynntist á netinu, býður henni heim í kampavíns- og ólífuboð að Anna tekur sjálf stokkið. Þá kemur kossinn, stórkostlegi kossinn.
Jónína Leósdóttir
Jónína Leósdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Hún lauk BA-gráðu í ensku og bókmenntafræði frá HÍ og starfaði við blaðamennsku og ritstjórn eftir útskrift, með stuttri viðkomu á þingflokksskrifstofu Bandalags jafnaðarmanna. Fyrsta bók hennar leit dagsins ljós 1988 en sú var ævisaga séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, Guð almáttugur hjálpi þér. Fyrsta skáldsaga Jónínu var Sundur og saman, unglingabók sem kom út 1993. Árið eftir kom út skáldsagan Þríleikur sem ætluð var fullorðnum. Andagiftin hélt sig svo til hlés til ársins 2007 en síðan þá hefur Jónína gefið eina bók á ári hið minnsta. Af þeim hafa sjálfsævisagan Við Jóhanna, frásögn af sambandi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra, sem kom út 2013 og glæpasagnabálkur um ellilífeyrisþegann Eddu risið hæst.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: