Bókasafn ömmu Huldar
Í Bókasafni ömmu Huldar segir frá Albertínu sem býr á Framtíðar-Íslandi. Bækur eru bannaðar, börnum er meinað að læra að lesa og í skólanum lærir hún, eins og aðrir krakkar, ekki um neitt nema fjármál svo þau geti sem best þjónað hagkerfinu. Internetið er bannað og allt upplýsingaflæði mjög takmarkað. Venjulegt fólk er tekið í skuldafangelsi og látið vinna hin ýmsu verk fyrir Gullbankann, fjármálastofnun sem auðgaðist á kvótabraski og yfirtökum og náði loks heimsyfirráðum. Þess vegna þurfa Albertína og foreldrar hennar að flytja í Gullbúrið, lúxusíbúðablokk í ókláruðu hverfi, þar sem Gullbankinn notar þau sem lifandi útstillingargínur.
Þegar 158 ára gömul langalangamma Albertínu, amma Huld, flýr af elliheimilinu og flytur inn til fjölskyldunnar, taka hlutirnir að breytast og það hratt. Amma Huld er göldrótt og flytur með sér bókasafn með milljónum bóka svo Albertína og vinir hennar geta nálgast fróðleik sem áður hafði verið lokaður af í hundrað ár. Saman reyna þau að breyta heiminum.
Bókasafn Ömmu Huldar kom út í nóvember 2009 og er skýrt mótuð af Hruninu. Fjármagnið hefur tekið yfir heiminn og alþýðan getur ekki rönd við reist. Þá hafa margir séð líkindi með persónunni Hávari M. Grímssyni starfsmanni Gullbankans og Davíð Oddssyni fyrrum forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.
Þórarinn Leifsson
Þórarinn Leifsson er fæddur 1966 í Reykjavík en ólst að hluta til upp í Kaupmannahöfn og á landsbyggðinni. Hann er menntaður málari vann lengi fyrir sér sem vefsmiður og skjáhönnuður. Þórarinn er sömuleiðis afkastamikill myndskreytir og hefur myndskreytt eigin bækur sem og bækur annarra, svo sem endurútgáfur verka H.C. Andersen.
Fyrsta ritverk Þórarins var barnabókin Algjört frelsi sem hann skrifaði ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Auður Jónsdóttur, og kom út árið 2001. 2007 fylgdi Leyndarmálið hans pabba, barnabók sem segir frá mannætupabba og barnaskara, og Bókasafn ömmu Huldar 2009. Fyrir hana hlaut Þórarinn Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur og tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Bókin fór víða, var þýdd á fjölda tungumála og hlaut mikið lof. Síðari barnabækur Þórarins eru Maðurinn sem hataði börn og Langafi og jökullinn sem hvarf en fyrir þá fyrrnefndu hlaut hann aðra tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Hann hefur einnig skrifað bækur, s.s. glæpasögur, innblásnar af eigin lífi.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: