Ballið á Bessastöðum
Forseti Íslands situr á Bessastöðum og dauðleiðist yfir endalausri bréfahrúgu. Sama hvað hann hamast við, og sama þótt hann hafi þrjá ritara sér til handbendis, kemst hann ekki yfir að svara öllum þessu bréfum. Öll hin verkefnin hrannast upp og fjöldamörgum spurningum er ósvarað, eins og hvort forsetar eigi að veifa með hægri eða vinstri. Hinir forsetarnir búa allir í útlöndum og hafa engan tíma til að tala við hann svo er orðinn einmana.
Til þess að losna úr leiðindahamnum ákveður forsetinn að halda ball á Bessastöðum og bjóða öllum sem honum finnst skemmtileg. Hann býður gröfukörlunum sem eru alltaf að grafa við hliðina á forsetaskrifstofunni á Sóleyjargötunni, krakkahópnum sem hann hitti við Tjörnina, gömlu konunni með ýlustráin, konunni fyrir norðan sem veit allt um ský og fjölmörgum öðrum.
Vorið 2011 var söngleikur byggður á þríleiknum um forsetann á Bessastöðum og prinsessuna vinkonu hans sett upp í Þjóðleikhúsinu með tónlist Braga Valdimars Skúlasonar.
Gerður Kristný
Gerður Kristný Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 1970 og ólst upp í Háaleitishverfinu. Hún lauk stúdentsprófi frá MH og B.A.-námi í frönsku og almennri bókmenntafræði við HÍ áður en hún sneri sér að fjölmiðlun. Á árunum 1998–2004 var hún ritstjóri Mannlífs en sneri sér síðan alfarið að ritstörfum. Fyrsta bók Gerðar var Ísfrétt, ljóðabók sem kom út 1994, en hún hafði áður skrifað ljóð og smásögur – og hlotið verðlaun fyrir – án þess þó að gefa þau út í bókarformi.
Gerður hefur skrifað tvíhendis fyrir bæði fullorðna og börn og hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur úr báðum flokkum, svo sem Íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 fyrir ljóðabókina Blóðhófni og Vestnorrænu barnabókaverðlaunin 2010 fyrir Garðinn.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: