Jólasaga eftir Eygló Jónsdóttur rithöfund, unnin í samstarfi við börn í Kópavogi
Í desember ætlum við á Bókasafni Kópavogs að birta jólasögu í 24 köflum, eða einn kafla á dag fram að jólum.
Sagan verður skrifuð af barnabókahöfundinum Eygló Jónsdóttur, sem er m.a. höfundur Sóleyjar bókanna. Sagan verður unnin í samstarfi við börn og er þeim boðið að senda inn tillögur að því sem þau vilja að gerist í sögunni. Einnig verða börn fengin til að myndskreyta söguna.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Til að senda inn tillögur má skrifa þær í formið hér að neðan, eða koma við á Bókasafni Kópavogs og fá blað hjá starfsfólki.
Valið verður úr tillögum, haft samband við þau sem eiga tillögurnar og nöfn þeirra birt.