Spennandi og litrík fjölskyldustund þar sem við veltum fyrir okkur óendanlegum möguleikum pappírsins til sköpunar. Að smiðju lokinni verður hægt að taka djásnin með sér heim.
Leiðbeinandi er Anna Henriksdóttir.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur á viðburði er ókeypis og öll velkomin.