08. okt 17:00 – 17:30

Birta myrkursins

Aðalsafn | ljóðahorn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Birta myrkursins heitir ljóða- og tónlistarsyrpa sem Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja 8. október á Bókasafni Kópavogs.

Syrpan tekur hálftíma í flutningi og skiptist í átta stutta þætti þar sem Kristín og Anton Helgi tvinna saman orðum og tónum. Textarnir eru úr ljóðabálknum ,,Ég hugsa mig“ sem Anton sendi frá sér í fyrra en tónlistina hefur Kristín unnið á þessu og síðasta ári.

Anton Helgi Jónsson hefur fengist við ljóðagerð af ýmsu tagi um hálfrar aldar skeið. Ég hugsa mig, ljóðabálkurinn sem dagskráin snýst um, fékk tilnefningu til íslensku ljóðabókaverðlaunanna vorið 2025.

Kristín Lárusdóttir hefur fengist við sellóleik og kennslu í fjölda ára. Hún hefur einnig samið tónlist og gefið út á geisladiskum. Sá nýjasti, Kría, kom út árið 2023. Von er á nýjum diski í vetur.

Frítt er inn á viðburðinn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Birta myrkursins — ljóða- og tónlistarsyrpa í átta þáttum þar sem margvíslegar þversagnir birtast á ólíkum stöðum og kalla hlébarða til vitnis með ýmsum hætti.

Atriðaskrá:

1. þáttur. Í heilsugæslunni, læknir hlustar, biðstofa, tímarit; áfergja og hófsemi.

2. þáttur. Verndarsvæði í Afríku, dauðaþögn, mennirnir óhræddir; hroki og auðmýkt.

3. þáttur. Strönd á úthafseyju, skipreika menn, framandi hugmyndir; áleitni og nægjusemi.

4. þáttur. Verslunargluggi, gína, tíska, táknmynd frelsisins; önuglyndi og æðruleysi.

5. þáttur. Salur, fjölmenni, ímyndarsköpun, styrkur í felumunstri; öfund og samhugur.

6. þáttur. Lesið í ljóðabók, stafir, rimlar, reikað til og frá um búr; sinnuleysi og áhugi.

7. þáttur. Biðstofa, tímarit, tákn lífs og unaðar, fulltrúi dauðans; unaður og siðsemi.

8. þáttur. Dýragarður, miðasali staldrar við hjá búri; frelsi og búr.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
08:00

Skiptimarkaður jólasveinsins

Aðalsafn | 2. hæð
01
des
23
des
08:00

Jólafataskiptimarkaður

Aðalsafn | 2. hæð
22
des
23
des
10:00

Jólakósídagar

Aðalsafn | 1. hæð
02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
07
jan
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað