Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann í Reykjavík verður fyrsti gestur okkar í Bróderíklúbbnum.
Hún fer yfir fjölbreytt svið útsaumsins, kemur með ýmiskonar sýnishorn og segir frá því sem hún er að bródera í lífi og starfi.
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00.
Öll velkomin og heitt á könnunni.