Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs.
Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur fælt í burtu íslenska drauga? Og að hægt er að plata þá upp úr skónum ef maður er nógu snjall?
Þessi viðburður er hluti af verkefninu ,,Blásum lífi í þjóðsögurnar” sem er styrkt af barnamenningarsjóði.