26. okt 12:15 – 12:45

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

Aðalsafn
Notaleg djassstund með tónlistarfólki framtíðarinnar.

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð og stemning.

Á þessum tónleikum flytja þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir fjölbreytt úrval laga sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur ókeypis.

Gunnur Arndís Halldórsdóttir er upprennandi tónlistarkona frá Hólmavík. Hún lærði á gítar um árabil, kláraði grunnámskeið í Complete Vocal Technique og stundar nú nám á framhaldsstigi í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH.

Gunnur hefur tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum og er meðlimur í þremur hljómsveitum þessa stundina og tveimur dúettum. Hún stefnir á að klára framhaldspróf í söng vorið 2024.

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir byrjaði að syngja í barnakór Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu. Hún söng í Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og syngur nú með Gospelkór Jóns Vídalíns.

Hún er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur síðustu ár lagt stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi í haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2025.

Rán Ragnarsdóttir stundaði í bernsku píanónám ásamt því að syngja í barnakórum Langholtskirkju. Þá hefur hún tekið þátt í söngleikjauppsetningum Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og stórsýningunni Mary Poppins ásamt því að leika Höllu Hrekkjusvín í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ.

Hún tók þátt í bæði leikritum og söngleikjum Verslunarskóla Íslands og lék í kvikmyndinni Hjartasteinn (2016). Rán hóf rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH árið 2020 og stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2024.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
feb
05
feb
05
feb
16:30

Bækurnar á náttborðinu

Lindasafn
06
feb
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
07
feb
18:00

Sokkalabbarnir

Aðalsafn
07
feb
21:00

Heimstónlist á Safnanótt

Aðalsafn
07
feb
20:00

Gunni Helga á Safnanótt

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað