07. jan 20:00 – 21:00

Haltu mér – slepptu mér: Fræðsla um svefn og svefnráð fyrir ungmenni

Aðalsafn

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi.

Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu ungmenna. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:
-Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn? 
-Hversu mikið þurfa ungmenni að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
-Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra. 
-Hvaða þættir hafa áhrif á svefn og svefngæði?


Dr. Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við hinseginleikann, svefn og ofbeldi ungmenna.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

4. febrúar 2025, kl. 20:00
PISA, lesskilningur og lestur ungmenna
Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá mun hún fjalla um mál- og læsiseflandi samskipti á heimili og í skóla sem leggja grunn að djúpum lesskilningi, eins og metinn er í lesskilningshluta PISA.

4. mars 2025, kl 20:00
Hinseginleikinn og ungmenni
Edda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ʻ78, ræðir við foreldra um hvað er að vera hinsegin og útskýrir helstu hugtök og orðnotkun. Hún mun einnig fjalla um stöðu og áskoranir ungs fólks þegar kemur að hinseginleika, hvernig foreldrar geti verið styðjandi og hvaða úrræði standa til boða.

1. apríl 2025, kl 20:00
Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmenna
Kristján Ómar Björnsson og Patrekur Gunnlaugsson, kennarar í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði, ræða um tölvuleiki og tölvuleikjanotkun ungmenna, hvaða leikir eru vinsælir, hvað foreldrar geta gert til að styðja börn sín og sýna áhugamáli þeirra áhuga ásamt því að stuðla að líkamlegu og andlegu heilbrigði og félagslegum tengslum.

29. apríl 2025 kl. 20:00
Ofbeldi og vopnaburður ungs fólks
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, rýnir í gögn sem varpa ljósi á þróun ofbeldis meðal ungs fólks og hverjir helstu áhættuþættirnir eru. Áhersla verður lögð á að skoða hvað virkar í forvörnum, hvaða aðferðir reynast árangurslausar og hafa jafnvel öfug áhrif. Auk þess verður fjallað um hvaða inngrip hafa reynst árangursríkust til að draga úr áhættuhegðun og koma í veg fyrir frekari brot.

Deildu þessum viðburði

07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
04
feb
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
04
mar
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
01
apr
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
29
apr
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
08
jan
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað