Málþing um öflugar konur úr Kópavogi undir fundarstjórn Arndísar Þórarinsdóttur, rithöfunds.
Hulda Dóra Jakobsdóttir, fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn á Íslandi.
Elín Smáradóttir, Hanna Styrmisdóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir, dætradætur Huldu.
Gerður Helgadóttir, frumkvöðull í höggmyndalist og þrívíðri abstrakt.
Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns.
Ásta Sigurðardóttir, rithöfundur og myndlistarkona.
Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona og leikstjóri.
Fimmtudaginn 23. október verður haldið málþing á Bókasafni Kópavogs til heiðurs þremur öflugum konum sem störfuðu og/eða bjuggu í Kópavogi, þeim Huldu Dóru Jakobsdóttur, Gerði Helgadóttur og Ástu Sigurðardóttur.
Hulda Dóra Jakobsdóttir var meðal annars fyrsta konan á Íslandi sem varð bæjarstjóri, árið 1957 í Kópavogi.
Gerður Helgadóttir var einstök myndlistakona sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík. Hún var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Við hana er kennt Gerðarsafn í Kópavogi.
Ásta Sigurðardóttir var rithöfundur og myndlistarkona sem bjó í Kópavogi. Vera Sölvadóttir fjallaði um í sjónvarpsþættinum Helmingi dekkri en nóttin.
,,Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið hafa fjölmörg samtök tekið höndum saman og lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár — ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum — en líka ár þar sem við komum saman í krafti samstöðu og dönsum, öskrum og syngjum.“
Málþingið er partur af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.