17. jan 12:15 – 13:00

Leslyndi með Einari Kárasyni

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Einar Kárason kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í upphafi nýs árs og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Einar Kárason er fæddur í Reykjavík 1955. Hann varð stúdent frá MT árið 1975 og stundaði bókmenntafræðinám við Háskóla Íslands. Jafnframt vann hann ýmis störf til sjós og lands, bjó síðan í Danmörku í nokkur ár og skrifaði þar fyrstu skáldsögur sínar; hefur verið rithöfundur að atvinnu síðan.

Einar birti ljóð á árunum 1978–1980 og 1981 kom út fyrsta skáldsaga hans, Þetta eru asnar Guðjón. Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin í þríleiknum um lífið í reykvísku braggahverfi á eftirstríðsárunum, Þar sem djöflaeyjan rís, en á eftir fylgdu Gulleyjan og Fyrirheitna landið. Þessar sögur urðu gríðarlega vinsælar og hafa orðið kveikja að leikriti, kvikmynd og söngleik.

Auk fjölda annarra skáldsagna hefur Einar sent frá sér aðrar bækur af ýmsu tagi: smásagnasöfn, ferðaþætti, ljóð, viðtalsbækur og barnabækur. Eins hefur hann, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni, skrifað kvikmyndahandrit, m.a. upp úr Eyjabókunum sínum fyrir myndina Djöflaeyjuna sem naut mikillar velgengni, en Friðrik Þór leikstýrði. Einar hefur verið meðal ástsælustu höfunda landsins í áratugi og hlotið ótal viðurkenningar á ferlinum. Skáldsögurnar Gulleyjan (1987), Heimskra manna ráð og Kvikasilfur (1996) og Stormur (2004) voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs; Fyrirheitna landið (1989), Kvikasilfur (1994), Stormur (2004) og Ofsi (2008) til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Einar hlaut þau verðlaun fyrir síðastnefndu bókina sem er ein fjögurra skáldsagna hans sem fjalla um sögulega atburði 13. aldar, en þessi rómaði sagnabálkur þykir hafa endurvakið áhuga á Sturlungaöld. Bálkurinn hófst með Óvinafagnaði (2001) en á eftir Ofsa (2008) komu Skáld (2012) og Skálmöld (2014). Einar er mikill sagnamaður og sögur hans eru kraftmiklar, ýmist fyndnar eða harmrænar; sögupersónurnar eftirminnilegar. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál og komið út víða um lönd. Stormfuglar, skáldsaga sem kom út 2018 og fjallar um íslenska sjómenn í sjávarháska, hefur til að mynda vakið mikla athygli utan landsteinanna og unnið til verðlauna. Sunday Times valdi hana bók ársins 2020 í flokki þýddra skáldverka.

Deildu þessum viðburði

04
des

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
des
04
des
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað