Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Uppskeruhátíð sumarlesturs

Hin árlega uppskeruhátíð sumarlesturs verður fimmtudaginn 22. ágúst á 1. hæð aðalsafns (barnadeild). Gunnar Helgason stuðbolti og rithöfundur mætir á aðalsafn og allir krakkar sem koma fá glaðning! Fimm heppnir vinningshafar verða dregnir út úr öllum happamiðum sumarsins. Hlökkum til að sjá alla sumarlestrarhesta!

Leslyndi með Sigrúnu Eldjárn

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Sigrún Eldjárn kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í upphafi októbermánaðar og segir frá bókum sem hafa hreyft við henni. Aðgangur er ókeypis og […]

Ljósgjafar

Leiftur, birta, bjarmi, glóra. Íslensk tunga geymir fjölmörg orð yfir ljós. Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar myrkasti tími ársins er að ganga í garð. Allur efniviður verður á staðnum, aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Smiðjan […]

Friðardúfur á friðardegi

Á alþjóðlegum degi friðar ætlum við að gera saman litlar og fallegar friðardúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfurnar með sér heim og leyfa þeim að flögra um loftin blá. Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær […]

Hula

 Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir Verkefnið hula er skúlptúrasería sem er innblásin af álfum og huldufólki. Viðfangsefnin eru óræð og dulúðarfull. Hulin, ósýnileg, en samt til staðar og skúlptúr er tilvalin miðill til þess að tjá hinn hliðstæða og falda, heim sem álfar og huldufólk tilheyra. Efniskennd skúlptúranna mun einkennast af mýkt og sveigjanleika. Textíllinn er […]

Bacterial girls

Bacterial Girls halda smiðju þar sem hægt verður að koma með eigin bol og veita honum nýtt líf. Þær nota sólarprent aðferð með myndum af bakteríusýnum frá kennileitum í Kópavogi og prenta þær á boli. Þær hvetja ykkur til að koma með eigin bol en það er einnig hægt að að kaupa hvítann bómullarbol á […]

Leslyndi með Gerði Kristnýju

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Gerður Kristný, skáld og rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í haustbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor. Aðgangur er ókeypis […]

Hvernig á að skrifa glæpasögu? 

Lilja Sigurðardóttir býður þeim sem hyggja á glæpasöguskrif upp á innsýn í sitt skapandi ferli á Bókasafni Kópavogs.-Hvernig er best að skipuleggja skáldsögu?-Hvernig á að skapa trúverðugar persónur?-Og hvernig á að fara að því að skrifa heila bók? Nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á eyrun.osk@kopavogur.is. Viðburðurinn er hluti af viðburðaröðinni Glæpafár […]

Alþjóðlegur dagur jóga

International Day of Yoga Indverska sendiráðið, í samstarfi við Bókasafn Kópavogs, boðar jógaiðkenndur til CYP vinnustofu (Common Yoga Protocol) til að knýja áfram jógahreyfinguna með áherslu á vellíðan og til að stuðla að heilsu og friði á heimsvísu. The Embassy of India, Reykjavik in collaboration with Bókasafn Kóapvogs Hamraborg 6a, Kóapvogur, invites yoga practitioners to […]

Taktu til í lífinu með KonMari aðferðinni

Viltu taka til og skipuleggja lífið með KonMari aðferðinni? Lísa Z. Valdimarsdóttir alþjóðlegur KonMari ráðgjafi og eigandi Skipulagsgleðinnar segir frá aðferðinni sem er nefnd eftir japanska tiltektargúrúnum Marie Kondo en aðferð hennar rutti sér til rúms fyrir nokkrum árum síðan. Farið verður yfir grunnhugmyndina að baki aðferðinni, hvernig við getum nýtt hana á heimilinu og […]

Sumarlestrargleði

Upphaf sumarlestrar á Bókasafni Kópavogs 2024! Sumarlesturinn hefst á Sumarlestrargleði á aðalsafni þriðjudaginn 21. maí kl. 17:00. Eygló Jónsdóttir rithöfundur mun lesa úr bókum sínum, en hún er meðal annars, höfundur bókanna Sóley og töfrasverðið og Sóley í undurheimum sem komu út í Ljósaseríunni. Þá verður hægt að skoða nýju barnadeildina og nýju náttúrufræðisýninguna sem […]

Aðalsafn

mán-fös
8-18
12. júlí-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
12. júlí-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað