26. jan 17:00 – 18:00

Reykelsisleiðin

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Hvernig og hvenær dreifðist mannkynið um heiminn? Hvar og hvernig urðu til meginleiðir milli þeirra á nýjan leik sem loks hafa leitt til alheimsvæðingarinnar?

Reykelsisleiðin lá um Yemen og Saba norður Arabíuskaga til Petra og Gaza. Syðst á Arabíuskaga spruttu tré sem gáfu af sér hið dýrmæta reykelsi og myrru. Þessar afurðir voru eftirsóttar í Egyptalandi og Róm. Kaupmenn fluttu þær á úlföldum norður eftir eyðimörkinni, fram hjá Mekka og Medína allt til klettaborgarinnar Petra. Þessa leið fór einnig drottningin af Saba í frægri og afdrifaríkri heimsókn sinni til Salómons konungs.

Jón Benedikt Björnsson fjallar um dreifingu mannkyns um heiminn í erindi sínu á aðalsafni. Jón er sálfræðingur að mennt og var lengi félagsmálastjóri á Akureyri, þá sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg en eftir það starfaði hann sem ráðgjafi, rithöfundur, fyrirlesari og við kennslu.

Viðburðurinn er sá þriðji í fyrirlestraröðinni Vegirnir um heiminn sem haldin er í fjölnotasalnum á 1. hæð. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
des
04
des
05
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
05
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað