Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum börnum á öllum aldri að koma og kynnast undrum vísindanna í fróðlegri og skemmtilegri fjölskyldustund á Lindasafni
Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrými leyfir og aðgangur er ókeypis.
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Markmið Vísindasmiðjunnar eru að:
- efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti
- styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda
- miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins