Fræðsla0

Um safnið

Bókasafn Kópavogs

Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér fjölbreyttan safnkost. 
Safnkostur er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta.

Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á móti hópum allt árið og meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og handavinnuklúbbur. 

Aðalsafn er staðsett í Hamraborg 6a og útibúið Lindasafn í Núpalind 7. 

Bókasafn Kópavogs er í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini á einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra, m.a. fengið lánað og skilað gögnum á hverju þessara safna. Gjaldskrá miðast við það safn sem notað er hverju sinni og sektir og önnur gjöld eru greidd á viðeigandi safni. 
Lánþegaskírteini fengið á Bókasafni Kópavogs gildir einnig á Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar en ekki er heimilt að skila gögnum á milli þeirra safna og Bókasafns Kópavogs. 

Sögustund

Sögustundir fyrir leikskóla

Leikskólabörnum er boðið á vikulegar sögustundir bæði á aðalsafni og Lindasafni yfir vetrartímann. 

Aðalsafn

  • Miðvikudagar kl. 10

Lindasafn

  • Þriðjudagar kl. 10

Heimsóknir

Skólaheimsóknir og heimsóknir hópa

Allir hópar eru velkomnir á Bókasafn Kópavogs og áætla má að almennar heimsóknir taki um 30-40 mínútur. Semja má um styttri eða lengri heimsóknir sé þess óskað. 

Mikilvægt er að umsjónarmenn hópa hafi samband og bóki hóp sem er stærri en átta manns áður en komið er í heimsókn svo hægt sé að forðast árekstra. Það getur skapað erfiðar aðstæður fyrir starfsfólk og hópa þegar mjög stórir hópar eru saman. 

Eftirfarandi ábendingar viljum við koma á framfæri til umsjónarmanna:

  • Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsfólk þegar þið komið í húsið.
  • Hópnum er bent á að fara úr útifötum í fatahengi á 1. hæð. 
  • Neysla matar er ekki leyfileg í barnadeild. 

Ratleikur

Ratleikur

Komdu í ratleik og gerðu bullljóð á bókasafninu, finndu fisk með tennur á Náttúrufræðistofu, skoðaðu listaverk liggjandi á gólfinu á Gerðarsafni, mældu vegalengdina frá Salnum að bókasafninu og skoðaðu form á Kópavogskirkju.

Ratleikurinn er ókeypis og prentuð eintök liggja frammi á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og Gerðarsafni. Leikurinn er ætlaður allri fjölskyldunni og er einnig til á ensku og pólsku.

Hægt er að fara aftur og aftur í ratleikinn, ekkert eitt svar er rétt.

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað