Stefnumót við rithöfunda – hvernig verður bókin til?

Sumarnámskeið 14. – 18. ágúst á Bókasafni Kópavogs.
Bókasafn Kópavogs býður skáldum á aldrinum 10 til 12 ára á stefnumót við rithöfunda á sumarnámskeiði í ágústmánuði. Námskeiðið er fimm dagar og stendur frá kl. 13:00 – 16:00 alla
dagana.
Krakkarnir kanna bókasafnið, lesa bækur, tala um bækur, leggja drög að sínum eigin bókum, kynnast því hvernig bækur verða til, og spjalla við höfunda uppáhaldsbókanna sinna. Einnig verður farið í vettvangsferðir í bókaforlög og prentsmiðju. Nýjir höfundar heimækja hópinn daglega, þeirra á meðal eru Gunnar Helgason og Sigrún Eldjárn.
Námskeiðið hentar öllum krökkum sem hafa gaman af því að segja sögur.
Að námskeiði loknu hafa krakkarnir fengið innsýn inn í störf rithöfunda og hafa prófað að skrifa sögur eftir ýmsum aðferðum. Þeir æfa sig að vinna bæði saman og sjálfstætt og þjálfa sig í að taka gagnrýni og veita hana. Ekki síður er mikilvægt tækifærið til að lesa bækur, skiptast á skoðunum um þær og læra að umbreyta lestri í sköpunarkraft.
Námskeiðsgjaldið er 6.000 kr og innifalið er síðdegishressing. Allir fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.
Skráningar þurfa að berast á netfangið bokasafn@kopavogur.is fyrir 14. júlí. Athugið að takmarkaður fjöldi plássa er í boði.
Nánari upplýsingar veita Arndís Þórarinsdóttir og Gréta Björg Ólafsdóttir í síma 441 – 6800

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
nóv
13:00

Luktasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð
15
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
15
nóv
14:00

Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí

Aðalsafn | Huldustofa
17
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
18
nóv
19
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
19
nóv
16:00

Hananú! | Þórdís Helgadóttir

Aðalsafn | Huldustofa
20
nóv
10:00

Nærandi nærvera | Foreldramorgunn

Aðalsafn | 1. hæð
20
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
20
nóv
16:00

Ævintýra afmælisveisla

Aðalsafn | 1. hæð
21
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað