Taupokar í stað plastpoka

02. júní 2017

Bóksafn Kópavogs hefur á undanförnum mánuðum tekið í notkun græna stefnu í starfsemi sinni.

Allt sorp er flokkað, endurvinnanlegt sorp er sent í endurvinnslu og pappírsnotkun hefur minnkað.

Safnið tekur núna næsta skref og ætlar að hætta notkun plastpoka og bjóða lánþegum fallega, merkta, fjölnota taupoka í staðinn. Pokarnir verða seldir á 400 kr.