Nauðsynlegt er fyrir öll bókasöfn að setja fram stefnu um aðföng, þ.e. innkaup, viðhald og grisjun safnkosts.
Stefnuna skal endurskoða árlega með tilliti til breytinga á fjármagni til innkaupa og þjónustu og gestum hverju sinni.
Safnkosturinn er lifandi og tekur mark af síbreytilegum þörfum gesta.
Starfsemin er fjölbreytt; tekið er á móti hópum allt árið og meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og handavinnuklúbbur.
Safnið er hluti af Menningarhúsum Kópavogs og er aðalsafn þess í Hamraborg 6a og Lindasafn í Núpalind 7.
Bókasafn Kópavogs er í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar. Samstarfið er á þá leið að hafi lánþegi gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra, m.a. fengið lánað og skilað gögnum á hverju þessara safna. Gjaldskrá miðast við það safn sem notað er hverju sinni og sektir og önnur gjöld eru greidd á viðeigandi safni. Lánþegaskírteini fengið á Bókasafni Kópavogs gildir einnig á Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar en ekki er heimilt að skila gögnum milli þeirra safna og Bókasafns Kópavogs.
Meginhlutverk safnsins er fyrst og fremst að bjóða Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðla að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi– og fræðslu fyrir samfélagið í heild.
Bókasafn Kópavogs hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað.
Bókasafn Kópavogs sem hluti af Menningarhúsunum í Kópavogi mun festa sig enn frekar í sessi sem hjarta menningarstarfs í Kópavogi með jákvæða ímynd í samfélaginu og trausta stöðu.
Einnig er mikilvægt að safnið nái að þjónusta alla íbúa bæjarfélagsins með markvissari hætti en nú er gert með útibúi í efri byggðum.
Bókasafn Kópavogs stefnir að því að:
Safnið þjóni öllum bæjarbúum með jöfnum aðgangi allra hópa samfélagsins að safninu með hentugri staðsetningu og safnkosti sem endurspeglar eftirspurn og standi vörð um þá fjölbreyttu og persónulegu þjónustu sem safnið býður.
Starfsemi safnsins sé í samræmi við nýjustu tækni, búnað og miðlun hverju sinni.
Safnið hafi á að skipa fjölhæfum og metnaðarfullum starfsmönnum með breiða þekkingu.
Safnið styrki enn frekar jákvæða ímynd sína í samfélaginu með öflugri menningarfræðslu og kynningu og styrki á sama tíma tengsl, samspil og samvinnu Menningarhúsanna í Kópavogi.
Bjóða fjölbreytta og góða þjónustu sem nær til allra hópa samfélagsins óháð staðsetningu.
Aðgengi að fjölbreyttum og lifandi safnskosti og hlýlegu umhverfi.
Bjóða fjölbreytta viðburði, námskeið og klúbba sem höfða til allra aldurshópa og allra hópa samfélagsins.
Nýta og styrkja samstarf og nálægð við hin Menningarhúsin í Kópavogi í þágu gesta safnsins.
Safnið er hluti af Menningarhúsum Kópavogs og er aðalsafn þess í Hamraborg 6a og útibúið Lindasafn í Núpalind 7.
Bjóða starfsmönnum sí- og endurmenntun og gott vinnuumhverfi til að auka færni, þekkingu og ánægju í starfi.
Innleiða nýjustu tækni, búnað og miðlun í starfsemi safnsins hverju sinni.
Styrkja samstarf við önnur söfn innanlands og erlendis.
Fylgjast með nýjungum og nýsköpun í hlutverki bókasafna bæði innanlands og á alþjóðavísu.
Nauðsynlegt er fyrir öll bókasöfn að setja fram stefnu um aðföng, þ.e. innkaup, viðhald og grisjun safnkosts.
Stefnuna skal endurskoða árlega með tilliti til breytinga á fjármagni til innkaupa og þjónustu og gestum hverju sinni.
Nauðsynlegt er fyrir öll bókasöfn að setja fram stefnu um aðföng, þ.e. innkaup, viðhald og grisjun safnkosts.
Stefnuna skal endurskoða árlega með tilliti til breytinga á fjármagni til innkaupa og þjónustu og gestum hverju sinni.
Ertu með tillögu hvað á að kaupa inn. Láttu okkur vita.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: