Kristófer
Í Rökkurhæðum, úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur, er sitthvað misjafnt á seyði. Hverfið upprunalega sem smáþorpi í skjóli samnefndrar hæðar en hefur vaxið ört og skipist nú í gamla bæinn og nýja bæinn. Á útjaðri bæjarins, ofan á hæðinni, standa rústirnar þar sem eitt sinn var ysti hluti nýja bæjarins. Enginn man hvað kom fyrir en krakkarnir laumast stundum til þess að skoða þær.
Dag einn þegar Kristófer er staddur í rústunum ásamt parkúrfélögum sínum við æfingar rekast þeir á dularfulla dúkku. Á sama tíma finnu Baldur félagi hans herbergi í rústunum sem stingur í stúf við umhverfi sitt: það sér ekki á því. Innan um rústir, brak og rusl stendur þarna ryklaust herbergið með uppábúið rúm og hlaðna tölvu. Og hann er ekki frá því að einhver sé í herberginu með honum.
Kristófer er þriðja bókin í seríunni um Rökkurhæðir og krakkana í hverfinu.
Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel
Marta Hlín Magnúsdóttir (1970) og Birgitta Elín Hassel (1971) kynntust í Kennaraháskóla Íslands þar sem þær voru báðar að læra íslenskukennslu. Í kjölfar námsins stofnuðu þær bókaútgáfuna Bókabeituna árið 2011 sem þær eiga og reka í dag. Á þeim tíma þegar útgáfan var stofnuð fannst þeim vanta fjölbreytileika í íslenskar bækur fyrir börn og ungmenni og vildu þær gefa út bækur sem væru mjög aðgengilegar fyrir þennan unga aldurshóp og ekki of mikinn boðskap. Þær gáfu fyrst út hrollvekjubókaflokkinn Rökkurhæðir sem þær skrifuðu saman, en fljótlega vatt úrgáfan upp á sig og voru þær fljótlega farnar að gefa út bækur eftir aðra höfunda.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: