Mamma klikk!

Mamma klikk!

Þarf mamma alltaf að vera svona klikk? Hún var það ekki alltaf. Eða svo finnst Stellu, tólf ára stelpu (sem er samt alveg að verða þrettán, sko), sem bregður á það ráð að reyna að breyta bara mömmu sinni svo hún verði aðeins meira venjuleg. Enda ekki til annars bragðs að taka þegar mamma manns brestur í óperusöng í gríð og erg. Inn í ráðagerðina blandast pabbi prófessor og bræður Stellu, Palli Playstation og Siggi Sítróna, auk annarra litskrúðugra persóna úr fjölskyldu og vinahópi Stellu.

Stella sjálf er ósköp venjuleg tólf ára stelpa (alveg að verða þrettán samt) sem fer á skólaböll, grefur fyrir heitum potti í garðinum, klifrar með bílsæti upp í tré og dreymir um að eignast alvöru keppnishjólastól. Já, og síðan er hún alveg að verða þrettán ára.

Gunnar Helgason

Metsölubókahöfundurinn Gunnar Helgason (f. 1965) er flestum góðkunnur úr sjónvarpi og af hvíta tjaldinu en er ekki síður atorkusamur á sviði barnabókmenntanna. Fyrir bækur sínar, sem telja nú á annan tug, hefur Gunnar hlotið Bókmenntaverðlaun barnanna sex sinnum, þar á meðal fyrir Mömmu klikk árið 2015, og Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta, aftur fyrir Mömmu klikk, auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.

Gunnar, eða Gunni eins og alþjóð þekkir hann eftir leik hans í Stundinni okkar ásamt Felix Bergssyni, er uppalinn Hafnfirðingur og hefur komið víða við í menningarlífi bæði Hafnarfjarðar og alls Íslands. Eftir útskrift úr leiklistarskólanum átti Gunnar þátt í stofnun bæði Hafnarfjarðarleikhússins og Gaflaraleikhússins og hefur síðan þá leikið í og leikstýrt fjölda leikrita á fjölum þeirra og annarra leikhúsa. Hann hefur leikið í fjölda þátta í sjónvarpi og gert þætti um stangveiði ásamt Ásmundi tvíburabróður sínum auk þess sem hann, ásamt Felix Bergssyni, hefur gefið út mikið magn barnatónlistar. Aðrar bókaraðir úr smiðju Gunnars eru Goggi og Grjóni, fótboltabækurnar um Jón Jónsson og Alexander Daníel Hermann Dawidsson.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað