Randalín og Mundi

Randalín og Mundi

Dag einn í sumarlok rambar Ámundi Ófeigsson, eða Mundi eins og hann er almennt kallaður, fram á stelpu á sínum aldri að reykja úti á götu. Hún heitir Randalín og segist reykja sjö sígarettur á dag, þó hún sé bara níu ára, en verði nú að fara að hætta vegna þess að hún verður svo veik af þeim. Þá er bara eitt að gera í stöðunni: ráða dáleiðanda. 

            Svona hefst fyrsta sagan af fjölmörgum um vinina Randalín og Munda sem eiga eftir að taka sér ýmislegt misgáfulegt fyrir hendur saman. Aðrar persónur eru til dæmis Konráð Lúðvík, pabbi Randalín sem er þunglynt ljóðskáld, kötturinn Skandall, nágranninn Jakob Múhameð og spákonan Gréta Hansen. Bókin er skemmtilega myndskreytt af Þórarni M. Baldurssyni.

Í desembermánuði 2022 var jóladagatal byggt á bókaflokknum um Randalín og Munda sýnt á RÚV í aðdraganda jóla.

Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir (f. 1965) er menntuð í íslensku og norrænum fræðum og hefur meðfram ritstörfum starfað við ýmislegt sem viðkemur bókmenntum og bókaútgáfu, svo sem ritstjórn, pistlaskrif og dagskrárgerð. Hún hefur skrifað fjöldamörg verk á ritferli sínum sem falla í marga flokka bókmenntanna. Fyrst bóka hennar var ljóðabókin Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010 og hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir, og síðan fylgdi barnabókin Randalín og Mundi árið 2012, fyrir hverja hún hlaut bæði Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.  Á eftir hafa fylgt nokkrar framhaldsbækur um vinina Randalín og Munda, fleiri ljóðabækur, skáldsögur, smásagnasöfn og fleiri barnabækur sem hún skrifaði í samstarfi við Hildi Knútsdóttur rithöfund. Þórdís er ekki síður virkur þýðandi og hefur þýtt á þriðja tug bóka, bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir ritstörf sín og þýðingar hefur hún hlotið fjölda tilnefninga til hinna ýmsu verðlauna og viðurkenninga.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað