Sænginni yfir minni

Sænginni yfir minni

Sænginni yfir minni er þriðja bókin í þríleiknum um systurnar Heiðu, Lóu-Lóu og Öbbu hina. Í fyrri bókunum tveimur, Sitji Guðs englar og Saman í hring, segja Heiða og Lóa-Lóa söguna en nú er komið að Öbbu hinni. Hún segir lesendum frá ýmsum ævintýrum sem þær systur, vinir þeirra og ættingjar lenda í eins og þegar líkbíll stoppar fyrir utan heima hjá þeim, af moldaráti og draumi Öbbu hinnar um að planta blómum í kartöflugarðinn. Skemmtilegur bragur ríkir yfir samskiptum krakkanna við umhverfi sitt og tíðarandinn birtist lesanda ljóslifandi.

Þríleikurinn gerist stuttu fyrir stríðslok og upp úr lokum seinna stríðs og er lauslega byggður á æskuminningum höfundar úr Hafnarfirði. Bækurnar eru ríkulega skreyttar myndum eftir Sigrúnu Eldjárn.

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir var fædd í Hafnarfirði árið 1935. Eftir útskrift úr MR starfaði hún við ýmis skrifstofustörf, svo sem á rektorsskrifstofu MR og hjá Tryggingastofnun ríkisins, allt þar til hún var kjörin á þing fyrir Alþýðubandalagið 1979. Þar sat hún allt til ársins 1995 og var forseti sameinaðs þings 1988–91, fyrst kvenna. Guðrún lést 2022 en verður lengi minnst sem eins ástsælasta barnabókahöfundar þjóðarinnar.

Fyrsta bók Guðrúnar var Jón Oddur og Jón Bjarni, sem kom út 1974 og varð samstundis ein vinsælasta barnabók Íslandssögunnar. Á eftir fylgdu tvær framhaldsbækur um þá bræður og á þriðja tug barnabóka, sem og leikrit og önnur ritverk. Guðrún hefur hlotið á annan tug verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 1975 fyrir Jón Odd og Jón Bjarna, stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, Norrænu barnabókaverðlaunin.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað