Sagan af bláa hnettinum
Brimir og Hulda búa á bláa hnettinum, lengst úti í geimnum með hinum börnunum sem fullorðnast ekki og þurfa ekki að hlýða neinum því það er enginn til staðar að til að skipa þeim fyrir. Kvöld eitt eru þau í Svörtufjöru þegar skær stjarna birtist allt í einu á himninum og tekur stefnuna beint á þau. Stjarnan brotlendir í fjörunni og út úr reykjarmökknum stígur undraveran Gleði-Gaumur. Gleði-Gaumur er fullorðinn, nokkuð sem börnin hafa aldrei séð áður, og tekur til óspilltra málanna með að nýta áður ónýttar auðlindir plánetunnar til fullnustu. Úr verður falleg og átakanleg saga um neysluhyggju, græðgi og vináttu.
Sagan af bláa hnettinum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999, fyrst barnabóka.
Andri Snær Magnason
Andri Snær er fæddur í Reykjavík 1973 en bjó stóran hluta æskuáranna í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hann lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1997 en hefur frá því áður en að náminu kom stundað skriftir og aðrar listir. Fyrsta bók Andra Snæs var ljóðabókin Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995. Árið eftir fylgdu Bónusljóð, kómísk ljóð um veruleika starfsfólks og viðskiptavina verslunarinnar í anda Gleðileiksins guðdómlega, og smásagnasafnið Engar smá sögur. Þekktasta verk hans er þó líklega Sagan af bláa hnettinum frá 1999. Síðan þá hefur hann fjölda bóka og leikrita, sem mörg hver hafa með náttúruvernd að gera, og leikstýrt þremur kvikmyndum.
15 ára gamall hreppti hann fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ársels og verðlaununum hefur fjölgað ört síðan. Hann hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í þrígang, fyrir Söguna af bláa hnettinum 1999, Draumalandið 2006 og Tímakistuna 2013. Þá hefur hann hlotið Edduna fyrir kvikmyndaða útgáfu Draumalandsins og fjölda erlendra viðurkenninga fyrir verk sín.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: