Þín eigin þjóðsaga
Þín eigin þjóðsaga (2014) hefst á því að aðalpersóna sögunnar rambar í burtu frá fjölskyldu sinni á áramótabrennu og stendur frammi fyrir vali, snúa við eða halda áfram. Eitt er það þó sem greinir Þín eigin þjóðsaga frá öðrum bókum og það er að lesandinn er sjálfur aðalpersóna bókarinnar – er til dæmis ávallt ávarpaður með „þú” – og stýrir atburðarásinni með því að velja einn af þeim möguleikum sem boðið er upp á í lok hvers kafla. Þannig margklofnar söguþráðurinn og lesandinn er kynntur fyrir fjöldamörgum persónum og verum íslenskra þjóðsagna, svo sem djáknanum á Myrká, Sæmund fróða, nykur og Búkollu. Þín eigin þjóðsaga (2014) var fyrsta íslenska „leikbókin” sem náði töluverðri útbreiðslu.
Þín eigin þjóðsaga hlaut Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin í flokki barnabókmennta 2014 og á eftir hafa fylgt fleiri bækur af sama meiði, svo sem Þín eigin goðsaga og Þinn eigin tölvuleikur.
Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson er lærður leikari frá Listaháskóla Íslands, fæddur 1984, en hefur starfaði bæði sem leikari og rithöfundur frá útskrift 2010. Fyrsta útgefna verk Ævar var smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki sem kom út sama ár en eftir það hefur hann helgað sig barnabókmenntum. Ævari hefur löngum verið umhugað um að hvetja krakka til lesturs og hélt á árunum 2014 til 2019 úti lestrarátaki Ævars vísindamanns í því skyni, en krakkarnir sem unnu hvert ár urðu að aðalpersónum í bókaseríunni Bernskubrek Ævars vísindamanns. Aðrar bækur Ævars eru til dæmis Þín eigin-bækurnar, léttlestrarbækur byggðar á þeim og sjálfstæðar skáldsögur fyrir börn. Ævar hefur einnig leikið þó nokkuð í sjónvarpi og í kvikmyndum, meðal annars í hlutverki Ævars vísindamanns í fræðsluefni fyrir börn.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: