Vetrarfrí
Bergljót er venjuleg 15 ára stelpa í 10. bekk sem hlakkar til að verja vetrarfríinu með vinkonum sínum og mæta í stórt partí, en þangað munu allir sem eru eitthvað innan veggja skólans hennar mæta. Bragi litli bróðir fer í pössun hjá vini sínum og mamma og pabbi ætla að eiga rómantíska helgi ein saman uppi í bústað, en allt breytist á svipstundu þegar mamma þarf óvænt að vinna. Úr verður að Bergljót er dregin ósátt og fúl með Braga og pabba Þórbergi upp í bústað. Þrátt fyrir að missa af partíi ársins ákveður hún að reyna að gera gott úr illu en undarlegir hlutir að gerast. Fólkið á fótboltavellinum fyrir utan tekur eitt af öðru að æla og hættir ekki fyrr en það hnígur lífvana í jörðina.
Við tekur spennandi atburðarás þar sem feðginin þurfa að taka á flótta, án þess þó að vita undan hverju þau flýja og hvert þau stefna. Myrk öfl eru að verki og hættur handan hvers horns.
Vetrarfrí kom út 2015 og fyrir hana hlaut Hildur Knútsdóttir Fjöruverðlaunin 2016, auk tilnefninga til fjölda annarra verðlauna. Sama ár fylgdi framhaldssagan Vetrarhörkur sem hlaut enn betri dóma en sú fyrri. Árið 2022 var flutt á RÚV átta þátta þáttaröð byggð á Vetrarfrí.
Hildur Knútsdóttir
Hildur Knútsdóttir er uppalinn Reykvíkingur, fædd 1984. Að námi í bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands loknu árið 2010, leit fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, dagsins ljós 2011. Sú var ætluð fullorðnum en síðan þá hefur Hildur einbeitt sér að skrifum fyrir börn og ungmenni, bæði ein og í samstarfi við Þórdísi Gísladóttur. Úr sameiginlegri smiðju þeirra hafa komið út tvíbókarit um unglinginn Dodda og annað til um hina 13 ára Vigdísi Fríðu og vinkonur hennar. Sérrit Hildar telja á annan tug en af þeim má nefna tvíleikinn Vetrarfrí og Vetrarhörkur og þríleikinn Ljónið, Nornin, og Skógurinn um menntskælinginn Kríu. Í þeim fyrri daðrar Hildur við vísindaskáldskap og í þeim síðari valsar hún á barmi fantasíunnar svo vel fer af.
Hildur hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir verk sín: áðurnefnd Fjöruverðlaun fyrir Vetrarfrí 2016, Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Vetrarhörkur 2017, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019 og Verðlaun bóksala fyrir Hrím 2023. Þá hefur Hildur fengið tvær tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, fjórar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og eina til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: