Sumarlestur 2025

Sumarlestrinum 2023 er lokið

Takk kærlega fyrir þátttökuna. Þið stóðuð ykkur svakalega vel!

Sumarlestur 2025

Linda landnámshæna býður öllum börnum sem eru byrjuð að lesa í ævintýralegt ferðalag um landið sitt – Terra Galina!

Þetta er engin venjuleg ferð – heldur sannkallað lestrarævintýri! Á leiðinni heimsækja börnin stórkostlega staði eins og borgina Santíeggó, sigla yfir Hænusund, kanna undur og ævintýri í Hanaoi og enda ferðina á sólríkri strönd í Hanama.

Hvað þarf að gera?

Það eina sem þau þurfa að gera er að lesa í 15 mínútur á dag – og í hvert sinn sem þau lenda á stjörnu á landakortinu fara þau á bókasafnið, fá stimpil eða límmiða í vegabréfið, happamiða í lukkupottinn – og jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt!

Markmiðið er síðan að heimsækja alla áhugaverðu staðina í Hænulandi (sem er einmitt það sem Terra Galina þýðir!) og fá stimpil eða límmiða á allar stjörnurnar. Þá geta þau með stolti sagt: „Ég hef heimsótt Terra Galina!“

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað