Sumarlestur

Sumarlestrinum 2023 er lokið

Takk kærlega fyrir þátttökuna. Þið stóðuð ykkur svakalega vel!

© Sumarlestrarmyndirnar teiknaði Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.

Bókamerki og útprentaðar þrautabækur með þessum skemmtilegu myndum fást gefins á Bókasafni Kópavogs. 

Upplýsingar sem þátttakendur skrá á síðuna eru aldrei afhentar þriðja aðila. 

Öllum persónugreinanlegum upplýsingum er eytt þegar sumarlestri er lokið.

Sumarlestrarspil 

Lestraráskorun og ofurhetjuspil fyrir hressa sumarlestrarkrakka.
Bókasafn Kópavogs, ásamt öðrum almenningsbókasöfnum á landinu, býður öllum krökkum upp á skemmtilegt sumarlestrarspil. 

Svo settu á þig ofurhetjuskikkjuna og nældu þér í þitt eintak á næsta bókasafni, því lestur veitir ofurkraft!

Lestraráskorun 

Sumarlestrarspilið inniheldur sex lestraráskoranir. Lestraráskorunin er að ná að lesa samanlagt í ákveðinn fjölda mínútna sem lestrarhetjan setur sér í samráði við foreldri eða annan fullorðinn sem kvittar svo fyrir í hvert sinn sem lestrarhetjan lýkur áskorun. Þá skundið þið á næsta bókasafn með staðfestinguna og fáið nýjan límmiða til að líma á spilaborðið sem gerir spilið enn skemmtilegra!

Lestrarhetjan til bjargar í Skarkalabæ

Spilaborðið er mynd af Skarkalabæ. Í Skarkalabæ er allt í rugli! Það þarf að bjarga fólki og furðuverum úr bráðri hættu og það strax! Þú getur verið lestrarhetjan sem bjargar deginum með aðal ofurkraftinum, orðaforðanum! Spilið er samvinnuspil þar sem spilarar hjálpast að við að bjarga fólki og furðuverum í vanda. Spilarar skiptast á að vera hetjan á meðan hinir giska á hverjum/hverju lestrarhetjan ætlar að bjarga á myndinni.

Með hverjum límmiða sést enn betur hvað er í gangi í Skarkalabæ. Þannig stækkar spilið með hverri lestraráskorun sem lestrarhetjan klárar í sumar.

Myndirnar í spilinu eru eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og borðspilið er hannað af Steingerði Lóu Gunnarsdóttur. Hugmyndavinnan er unnin í samstarfi við vinnuhóp sem er skipaður af barnabókavörðum á almenningsbókasöfnum um allt land og er efnið gefið út af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. 

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað